Um okkur
Tamningastöð Joensen er staðsett í Þorlákshöfn og er rekin af Sóley Rós Joensen.
Sóley hefur verið að rækta og temja hesta um árabil með mikla reynslu og þekkingu í sínu fagi.


Tamningar
Aðferðir


Tamning hjá okkur er alltaf gerð á hraða hestsins og notumst við aðeins við hestvænar tamningaraðferðir.
Hestar eru eins og mannfólk og þroskast einstaklingsbundið og er því enginn hestur eins, þeir eru allir mismunandi.
Aðal atriðið er að byggja upp sjálfstraust hestsins svo að virðing og traust myndist á milli hestsins og tamningamannsins.
Mikilvægt er að hafa í huga að hesturinn er flóttadýr og þarf því að fá að öðlast sjálfstraust. Hann öðlast það þegar hann hefur lært á jákvæðan hátt til hvers er ætlast af honum.
Við viljum að upplifun hestins sé jákvæð upplifun og hann fer ekki í næstu skref fyrr en hann er orðinn tilbúinn til þess.
